mánudagur, 10. apríl 2017

samtal við textílhönnuðinn Lisa FineÞessi orð eru höfð eftir bandaríska ljósmyndaranum, Ansel Adams heitinum: „You don't make a photograph just with a camera. You bring to the act of photography all the pictures you have seen, the books you have read, the music you have heard, the people you have loved.“ Orð hans eiga við hvers kyns skapandi listir og ég notaði þau til að hefja samræður við textílhönnuðinn Lisa Fine í gegnum tölvupóst. Á blogginu hef ég þegar lýst henni sem hönnuði með skilning á sögu og stend við þau orð. Hún er lagin með liti og mynstur; það virðist sem hvert efni frá Lisa Fine Textiles segi sögu. Hún er fædd og uppalin í Mississippi. Nú býr hún í New York ásamt hundunum sínum og ferðast víða, oft til Indlands eða annarra framandi staða. Smálistaverk hafa innblásið feril hennar, einnig listmálarinn Henri Matisse.

Þar sem umræðuefnið er ekki flókið finnst mér óþarfi að þýða svör hennar yfir á íslensku. Þar sem það er mögulegt, einnig í beinum tilvísunum, hef ég sett inn tengla á t.d. stuttar ritgerðir á vefsíðum listasafna sem mér fannst áhugaverðar og fræðandi. Fyrir utan málverkin eftir Matisse valdi ég myndirnar í færslunni.

[Mynstur frá Lisa Fine Textiles sem sjást á efstu myndinni (smellið fyrir nánari upplýsingar): Cairo,
Kashgar, Luxor, Malabar, Malula, Mandalay, Pasha og Rajkot. Sjá bækur neðar í færslunni.]

Persneskt smálistaverk: Mir Sayyid 'Ali, Night-time in a City, ca. 1540, Tabriz, Íran, Safavid-tímabilið

Svo við víkjum aftur að orðum Adams, hvað hefur sett mark sitt á hönnuðinn Lisa Fine (í ljósi alls sem hún hefur uppgötvað í gegnum vinnu sína og ferðalög).
LF: My life is very much about people, however, books and art not only inspire and teach but are the best refuge.

My favorite painter is Matisse. I love his mix of color and pattern, especially in his orientalist portraits. Irving & Fine [samstarf við textílhönnuðinn Carolina Irving] peasant blouses were very much inspired by his work. I also love the Fauvism movement.
Tveir aðrir listamenn eru einnig í uppáhaldi hjá henni, Kees Van Dongen og Amedeo Modigliani.

Henri Matisse, Zorah on the Terrace, 1912

Hún á ekki eitt uppáhaldsverk eftir Matisse en sagði: „I love his Moroccan period most, especially the portraits.“ Síðar fann ég verk hans Zorah on the Terrace í pósthólfinu mínu með orðunum: „Love Moroccan portraits.“ Hin tvö verkin eftir Matisse fylgdu á eftir, verkið hér að neðan með orðunum: „Love odalisque series.“Henri Matisse, Odalisque Sitting with Board, 1928

L&L: Í hvert sinn sem ég skoða textílhönnun þína þá hugsa ég alltaf, Þessi kona nær litum. Hvað er það með þig og liti? Hvernig stendur á því að litirnir þínir hitta beint í mark?
LF: I love color. My greatest inspiration and designs come from Persian and Indian Miniature Paintings ... The Company School Painting is probably my absolute obsession. I discovered Miniature Paintings and The Company School when I started spending time in India.
Við undirbúning þessarar færslu fann ég margar áhugaverðar ritgerðir og umfjallanir, t.d. Company Painting in Nineteenth-Century India á vefsíðu Met-listasafnsins og Miniature Painting á indversku vefsíðunni Centre for Cultural Resources and Training.

Indverskt smálistaverk: Rama's forest dwelling in Panchavati, ca. 1605, Norður Indland, frá valdatíð Mógúla

Smálistaverk hafa ratað inn á heimili móður hennar í Dallas, sem Lisa Fine hannaði. Í sumum herbergjum má sjá hennar eigin mynstur og þar sem hún notar mynstur ofan á mynstur er útkoman heldur betur lífleg. Í sjónvarpsherberginu, þar sem hún notaði mynstrið Malula (Coco), er galleríveggur með smálistaverkum (sjá annað sjónarhorn). Hún heimsækir móður sína reglulega og í gestaherberginu fær mynstur hennar Pasha (Indian Ocean), með upplífgandi pálmatrjám, að njóta sín.

Smálistaverk prýða vegg í sjónvarpsherbergi móður hennar í Dallas. Lisa Fine hannaði íbúðina.
Mynstur á vegg + sófa: Malula; á skemli: Baroda II.

Ég var forvitin að vita hvort eitthvað eitt mynstur hennar, eða fleiri, hefði sérstaka merkingu fyrir hana, hvort það væri kannski saga á bak við það sem væri henni kær. Hún svaraði: „I am very fickle about my designs. I guess it's sort of like a relationship. Today my favorite design is a new batik (Cambay) that just arrived.“ Nýju mynstrin verða til umfjöllunar á blogginu síðar.

Ég spurði hana einnig út í „verkfærakistuna“, hvað það væri sem hún notaði til að hanna mynstrin. Þegar ég bjóst við útlistunum á skissubókum og pennum gaf hún einfalt svar sem gefur næmt auga hennar til kynna: „Research, travel... I am always looking for beautiful patterns. I find some in museums, archives, markets, the streets of India...“ Á Instagram-síðu hennar Lisa Fine, Irving & Fine má sjá hvað fangar athygli hennar á ferðalögum. Nýverið ferðaðist hún um Indland þar sem enginn skortur var á mynstrum og litum, sem veittu ekki bara henni innblástur heldur líka þeim sem fylgja henni.

Indverskt smálistaverk: Four Women in a Palace Garden, mið-18. öld, Bundi, Indland

L&L: Ég veit að þú ert bókakona, að ferðaskrif höfða til þín og ævisögur. Áttu lista yfir uppáhaldsbækur, einhverjar sem þú vilt helst ekki skilja við?
LF: Some travel books that come to mind are The Road to Oxiana by Robert Byron and Mirrors of the Unseen Light by Jason Elliot ... memoirs are Late for Tea at the Deer Palace by Tamara Chalabi and The Hare with Amber Eyes by Edmund de Waal. I rarely read novels but I loved A Fine Balance by Rohinton Mistry.


Núna vildi ég óska að ég hefði ekki tekið skáldsögu Mistry af síðasta bókalistanum mínum. Ég hafði fengið hana að láni á bókasafninu en ákvað á síðustu stundu að láta hana bíða og setja frekar á indverskan bókalista sem ég hef í huga.

Þegar ég spurði hana um kaffiborðsbækur var hún mjög spennt fyrir einni sem er enn óútkomin: „I cannot wait for Miguel Flores-Vianna's coffee table book by Vendome Press to come out this fall.“ Umrædd bók nefnist Haute Bohemians og er eftir ljósmyndarann Miguel Flores-Vianna, (formála skrifar Amy Astley, hin nýja ritstýra tímaritsins Architectural Digest). Bókin kemur út í október og inniheldur 250 ljósmyndir. Kíkið á vefsíðu Vendome Press til að skoða nokkrar síður í bókinni.

Indverskt smálistaverk: Elephant and rider, ca. 1640, Norður Indland, frá valdatíð Mógúla

Við skulum halda áfram með kaffiborðsbækur.
LF: I love any of the books produced by The Calico Museum of Textiles in Ahmedabad [í Gujarat, í vesturhluta Indlands] and by Koç in Turkey. Both make beautiful books on textiles and on Islamic art ... The Calico Museum and The Bharany Collection in Delhi are my favorite places to look at antique textiles for inspiration.

The Koç family has a wonderful collection of Islamic art and a museum in Istanbul. They also produce beautiful art books. Two I like in particular are one on Ottoman tents and one on children's clothing in the Ottoman court. They can be purchased on the Cornucopia website.

Heilagar kýr Indlands á efnisbút úr Bharany-safninu

Fyrir nokkrum árum síðan var sýning á fyrrnefndum Bharany-safnmunum (sjá efnisbútinn hér að ofan, af Instagram). Í tengslum við sýninguna kom út bókin A Passionate Eye. Lisa Fine segir að muni úr Bharany-safninu megi sjá í National Museum in New Delhi og suma í búð þeirra.

Það eru fleiri staðir á Indlandi sem veita textílhönnuðinum innblástur: „You may want to add outside the City Palace in Jaipur there is a great store with antique textiles.“ (Hún deildi mynd af þakútsýninu í síðustu Indlandsferð hennar í mars.)

Henri Matisse, Moorish Screen, 1921

Lisa Fine er það sem ég kalla smekkkona par excellence. Íbúð hennar í París og gestaíbúð hafa birst í hönnunartímaritum. Þegar ég spurði hana út af hverju hún ákvað að koma sér upp heimili í París hefði svar hennar ekki getað verið meira laissez-faire: „Paris, looking for a change and it was a three month plan that lasted over ten years!“

Fyrir nokkrum árum síðan var innlit til hennar í tímaritinu Elle Decor. Á myndum af stofunni í París mátti sjá tvo púðaskemla (e. ottomans) sem eru greiptir í huga mér. Eðlilega! Hún sagði mér að hún hefði látið sérhanna þá fyrir sig með fornu suzani-áklæði og marokkóskum útsaumi. Svo heillandi!

Napoléon III púðaskemlar í stofu textílhönnuðarins í París

Fyrir aftan flauelssófann er handmálað hollenskt skilrúm úr leðri (þessir mynstruðu púðar!). Ef þið viljið skoða fleiri myndir af báðum íbúðunum í París og heimili móður hennar í Dallas, kíkið þá á myndasafn marsmánaðar 2017 á Lunch & Latte á Tumblr (tengill á heimild fylgir hverri mynd).

Ég vona að þið hafið haft gaman af því að kynnast textílhönnuðinum Lisa Fine betur. Fljótlega verða fleiri mynstur frá henni til umfjöllunar á blogginu.

Persnskt smálistaverk, smáatriði. Sjá ofar í fullri stærð

efsta myndin mín | heimildir: persnesk smálistaverk (+ smáatriði) af vefsíðu Harvard Art Museums | Henri Matisse málverk af vefsíðunum 1: HenriMatisse.org, 2: WikiArt, 3: WikiArt | indversk smálistaverk af vefsíðunum 1: Ashmolean Museum, 2: The David Collection, 3: Ashmolean Museum | sjónvarpsherbergi móður Fine í Dallas af vefsíðu House Beautiful, nóvember 2015 · Miguel Flores-Vianna | Bharany Collection smáatriði af síðu Lisa Fine, Irving & Fine á Instagram | stofa Fine í París af vefsíðu Elle Decor, nóvember 2008 · Simon Upton


Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.