miðvikudagur, 17. september 2014

tískuvikan í Mílanó + London: Gucci + Paul Smith

Nú er tískuvikan í Mílanó hafin en ég bíð alltaf spennt eftir henni. Ítölsku tískuhúsin geta eiginlega ekki klikkað. Gucci kynnti sína línu í dag en þar er Frida Giannini við völd og hún var innblásin af 8. áratugnum. Það var margt fallegt í línunni hennar og mikið um föt sem eiginlega eru alltaf í tísku, eða hverfa í smá stund og koma svo aftur. Litapalettan innihélt eitthvað fyrir alla og gallaefni og rússkinn voru áberandi. Og ekki má gleyma öllum fallegu aukahlutunum; dásamlegu úrvali af beltum, töskum, klútum og skófatnaði.

Mig langaði að birta þessa tvo kjóla í fullri stærð en það voru ekki til myndir af þeim í stærri upplausn, því miður. Dressið hér að neðan er svolítið skemmtilega náttfatalegt. Ég er lúmskt skotin í því og fíla mynstrið.
Ég get ekki sagt að ég sé búin að skoða allt sem birtist á tískupöllunum í London en það sem ég gaf mér tíma til að renna í gegnum höfðaði ekkert sérstaklega til mín. Það var eiginlega bara PAUL SMITH sem heillaði mig með alls kyns röndum og þægilegum og einföldum flíkum.

myndir:
1-5: Gucci vor 2015 | 6-11: Paul Smith vor 2015 af vefsíðunni Style.com


Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.