fimmtudagur, 10. júlí 2014

innlit: hjá hönnuðinum Naja Munthe í Frederiksberg

Þegar innlit hafa birst á mörgum bloggum þá reyni ég helst að forðast að birta þau á mínu, en sum eru bara þannig að þau láta mig ekki í friði og ég stend sjálfa mig að því að skoða myndirnar reglulega. Þetta innlit í lúxusíbúð danska tískuhönnuðarins Naja Munthe í Frederiksberg er eitt þeirra. Þetta er ekki hefðbundið innlit því myndirnar birtust upphaflega í bók hennar Fashionable Living. Eins og sjá má er heimili hennar allt hið smekklegasta. Ég er sérstaklega hrifin af svörtu gluggarömmunum og ljósakrónunum. Þar sem ég er yfirlýst bókakona þá finnst mér líka alltaf heillandi að sjá stafla af bókum innan um skrautmuni.
myndir:
Morten Koldby úr bókinni Fashionable Living eftir Naja Munthe, af blogginu Agua Marina Blog


1 ummæli:

  1. It's stunning, love the deep black and white mixed in with wood.

    SvaraEyða

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.