þriðjudagur, 10. júní 2014

rýmið 66

Ég valdi þessa tilteknu mynd í dag því mér fannst þessi borðstofa geta verið hluti af íslenskum sumarbústað. Kannski er þetta jafnvel innlit í íslensk bústað, hver veit? Ég veit ekkert um hönnuðinn en upphaflega birtist myndin í Elle Decor Italia og birtist svo aftur í Elle Decoration Country, Volume 2, sem kom út vorið 2013. Það er aukablað ensku útgáfunnar sem er gefið út í ansi þykku formi tvisvar á ári, ef mig minnir rétt. Mér tókst því miður ekki að grafa upp nánari upplýsingar um rýmið en uppfæri póstinn ef ég rekst á tölublaðið af Country einhvers staðar.

mynd:
Elle Decor Italia + Elle Decor Country, Vol. 2 via Inside


Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.