föstudagur, 27. júní 2014

góða helgi

Vikan er búin að vera róleg hérna á íslensku útgáfu bloggsins. Ef ég er upptekin þá læt ég ensku útgáfuna ganga fyrir. Það stefnir annars allt í helgi með mikilli rigningu (klassískt enskt veður, ekki satt?) og því lítið annað að gera enn að finna sér góða bók og láta fara vel um sig. Ég var byrjuð að lesa The Shadow Of The Wind eftir Carlos Ruiz Zafón en þurfti að setja hana til hliðar þegar flutningarnir skullu á. Kannski kominn tími á að halda áfram með hana. Í kvöld eru það að sjálfsögðu heimagerðar pizzur, en föstudagspizzur eru búnar að vera hefð hjá okkur síðan snemma árs 2010. Góða helgi!

mynd:
Jen Fariello Photography af síðunni Style Me Pretty Living


Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.