miðvikudagur, 25. júní 2014

Eftirminnilegt sumar


Það er kominn tími á vænan skammt af bláum. Bláir litir marokkósku borgarinnar Chefchaouen eru orðnir einhvers konar sumarþráhyggja. Ég get eytt klukkustundum að skoða myndir á netinu (allar þessar eru teknar þar nema mynd nr. 5 sem er tekin í Rabat). Ég hef aldrei komið til Marokkó en stundum er eins og ákveðnir staðir hafi einhvern óútskýrðan kunnugleika. Það er þannig með mig og ákveðna staði í Marokkó, sérstaklega Chefchaouen, en mig langar mikið að ferðast þangað. Hefur þú verið þar?

Nöfn ljósmyndaranna og tenglar eru neðst í póstinum og flestir þeirra eru með fleiri myndum frá Marokkó sem gaman er að skoða. Ef þið áhuga þá er bloggfærsla eftir Jeffrey Bale sem kallast Chefchaouen blue, þar sem hann segir sögu borgarinnar. Hann skrifaði líka færsluna The Colors of Morocco.

Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur í sumar, gerðu sumarið eftirminnilegt!

myndir:
1: Jose Rodriguez | 2: Luca Gargano | 3: Siel - Mademoisielle | 4: danieleb80 | 5: Barbara Griffin Robinson | 6: Beum Gallery af Pinterest | 7: Jodie Taylor | 8: Alexander Dragunov
- allar myndir teknar í Chefchaouen, Marokkó, nema nr. 5 sem er tekin í Rabat


Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.