miðvikudagur, 4. júní 2014

eftirminnilegt sumar

Muniði eftir bloggseríunni EFTIRMINNILEGT SUMAR sem ég byrjaði með síðasta sumar? Ég er búin að bíða spennt eftir því að taka upp þráðinn að nýju því mér finnst skemmtilegt að setja saman myndir úr ýmsum áttum til að skapa það sem í mínum huga kallast hin fullkomna sumarstemning. Eins og þið hafið væntanlega tekið eftir þá hefur verið hljótt hér á blogginu undanfarið vegna flutninganna og þar sem við erum ekki enn komin með almennilega nettengingu. Þessi sem við notumst við núna virkar aðallega þegar henni hentar og ég get sagt ykkur að það tók dágóðan tíma og vænan skammt af þolinmæði að nálgast þessar myndir! Mig langaði að setja saman póst þar sem karlmannstíska fengi sinn sess á blogginu og þar sem siglingar koma við sögu. Það þarf ekki að bæta við texta, myndirnar tala sínu máli og þannig langar mig aðallega að hafa þessa seríu í sumar.
Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur í sumar, gerðu sumarið eftirminnilegt!

myndir:
1, 3, 6: Carlo Borlenghi, Perini Navi bikarinn 2009 af síðunni Yacht OnLine + SeaWayBlog | 2: Stewart Shining | 4-5: Hermès herrafatalína vor 2014 af vefsíðu Style.com | 6: Boutique Au nom de la rose blómabúðin í París | 7: Peter Lindbergh fyrir Vogue US, júní 2014 • Caroline Trentini + Louis Garrel í ,Roman Holiday' • stílisering: Grace Coddington + Michael Philouze af síðunni The Fashionisto


Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.