þriðjudagur, 18. febrúar 2014

innlit: glæsivilla í Montecito II

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég deili myndum af þessari glæsivillu í Montecito í Kaliforníu á blogginu (sjá hér) en hún er núna í eigu sjónvarpskonunnar Ellen DeGeneres og maka hennar Portia De Rossi. Þessi innlit eru að vísu ekki ný þannig að innbúið er ekki þeirra og því óþarfi að fara í smáatriði í þeim efnum. Arkitektinn John Saladino er hönnuður þessar eignar og eins og sjá má þá er hún öll hin glæsilegasta, svo ekki sé minnst á garðinn.

Þess má svo geta að þær stöllur eru tiltölulega nýbúnar að kaupa enn eina eignina í Los Angeles, svokallað Brody House sem var hannað af arkitektinum A. Quincy Jones, sem ég deili kannski síðar.

Kannski kannast einhverjir líka við myndina hér að neðan - dásamleg sumarstemning í henni - en ég póstaði svo til alveg eins mynd í einni Eftirminnilegt sumar færslu í ágúst.

myndir:
Alexandre Bailhache fyrir House & Garden af síðunni AD DesignFile