fimmtudagur, 23. janúar 2014

tískuþátturinn: Sonia Rykiel Resort 2014

Það er kominn vorhugur í mig og þessar myndir eru ein af ástæðunum. Þær eru að vísu hluti af Resort-línu tískuhússins Sonia Rykiel, sem kemur í búðir í nóvember, en þegar ég opnaði nýju heimasíðuna þeirra um daginn og sá þær þá þráði ég sól og hlýrri daga. Ég get að vísu ekki kvartað því veturinn er búinn að vera svo mildur, en nú er ég til í að skipta út kápum, úlpum og treflum fyrir léttari flíkur.

Svo væri ég til í síða ermalausa skyrtu með blómamynstri eins og ég sá í hátískulínu (haute couture) Dior fyrir sumarið, sem Raf Simons kynnti í París í vikunni.

myndir:
Sonia Rykiel Resort 2014


Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.