fimmtudagur, 2. janúar 2014

tískuþátturinn: 3.1 Phillip Lim

Á flakki mínu um bloggheima í gær rakst ég á myndir frá tískuhönnuðinum Phillip Lim. Tískuhúsið hans kallast 3.1 Phillip Lim og fyrir jólin settu þeir saman ,lookbook' með mörgum ákaflega smart samsetningum. Ég er ekki mikið fyrir að nota yfirdrifinn ritstíl og lýsingarorð í efsta stigi hérna á blogginu, en ég bara verð að segja að mér finnst þetta sjúklega smart. Ég veit að hvít draft fer mér ekki en ég held að ég þurfi að huga að því að eignast hvítar buxur í fataskápinn.TÍSKUÞÁTTURINN - TENGLAR

  Nú fer annars að styttast í tískuvikurnar þar sem hausttískan 2014 verður kynnt. Gamanið byrjar í New York 6. febrúar og stendur til 14. febrúar (dagskráin birtist á þessum vef á miðvikudaginn í næstu viku). Svo tekur við tískuvikan í London, þar á eftir kemur Mílanó og að lokum er það tískuvikan í París. Sú síðastnefnda er alltaf í uppáhaldi en ítölsku tískuhúsin standa líka alltaf fyrir sínu
  Á ensku útgáfu bloggsins í dag einblíndi ég á götustíl og birti nokkrar af mínum uppáhaldsmyndum af Capucine Safyurtlu hjá franska Vogue, sem mér finnst ákaflega smart kona. Ég væri til í að eiga skyrtusafnið hennar
  Talandi um franska Vogue, sáuð þið desembertölublaðið? Victoria Beckham var gestaritstjóri og mér finnst þessi mynd af þeim Beckham hjónum flott
  Það er við hæfi að enda þennan póst á hvítri buxnadragt þar sem hann byrjaði á einn slíkri, en hér er það Anya Ziourova, stílisti og tískustjórnandi rússneska Tatler sem ber hana vel á mynd sem ég pinnaði í dag

myndir:
3.1 Phillip Lim Lookbook jólin 2013 (fyrst séð á blogginu {this is glamorous})


Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.