fimmtudagur, 16. janúar 2014

rómantísk stemning á fimmtudegi

Myndir dagsins koma úr ýmsum áttum og eiga það sameiginlegt að vera eilítið rómantískar. Þið getið litið á þær sem eins konar framhald á færslu gærdagsins, sem var líka í þessum anda. Undanfarið er ég búin að vera í eilítið ensku sveitaskapi, eins og ég kalla það. Ég er búin að vera að lesa aftur nokkrar bækur eftir Jane Austen og í jólafríinu horfði ég aftur á myndina Pride and Prejudice (2005), sem mér finnst alltaf svo skemmtileg, og ég horfði á allar seríur og aukaþætti af Downton Abbey. Jólaþátturinn var sýndur hér í sjónvarpinu á jóladag og ég get nú ekki sagt að mér hafi fundist hann sérstaklega spennandi. Eins gott að Shirley MacLaine og Paul Giamatti voru þarna til að lyfta honum upp á eilítið skemmtilegra plan.

myndir:
1: Sabine Scherer Photography fyrir Martha Stewart Weddings af blogginu Me and You Lookbook / 2: Axel Vervoordt / 3: O'Malley Photographers fyrir Style Me Pretty Living (skrautskrift + bréfsefni: La Happy) / 4: úr myndinni Pride and Prejudice (2005), Keira Knightley sem Elizabeth Bennet af blogginu Books and Art