mánudagur, 20. janúar 2014

dásamlegur dvalarstaður í Provence-héraði

Er ekki við hæfi á þessum mánudegi að leyfa sér að dreyma? Það er kominn vorhugur í mig og ég er búin að vera að nóta hjá mér ýmsa staði hér í Englandi sem okkur langar að skoða í vor og sumar. Ég efast um að við skreppum yfir á meginlandið, enda nóg að skoða hér og heillandi enskar strendur, en mikið afskaplega væri ég til í eins og eina viku einhvers staðar í Provence-héraði í Suður-Frakklandi. Ég rakst á heimasíðu Domaine de la Baume en Provence, sem er dvalarstaður í nágrenni þorpsins Tourtour. Húsið var áður í eigu franska expressioníska listmálarans Bernard Buffet og eins og sést á myndum þá er svæðið allt hið glæsilegasta.

myndir:
Domaine de la Baume en Provence


Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.