miðvikudagur, 8. janúar 2014

augnablikið 10

Þetta er án efa ein sú fallegasta vetrarmynd sem ég hef augum litið. Það var ljósmyndarinn Achim Thomae sem fangaði þetta stórkostlega Alpafjallalandslag í Bæjaralandi. Þegar ég var yngri þá bjó ég í Sviss um tíma og ferðaðist töluvert á milli Sviss og Þýskalands. Útsýnið á sumum stöðum þarna er slíkt að maður fær verk í hjartað við að horfa.

mynd:
Achim Thomae (500px)


Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.