fimmtudagur, 12. desember 2013

uppskrift: súkkulaðikrem eða -sósa

Ég var löglega afsökuð í gær vegna afmælis yngri dótturinnar og birti því enga færslu. Ég var auk þess með soninn lasinn heima (sem betur fer bara smá kvef). Þar sem við erum bara við fimm við borðið þessa dagana þá var þetta nú frekar einfalt afmæli (gaman samt að sjá öll afmæliskortin sem hún kom með heim úr skólanum. Nýju skólasysturnar voru duglegar að nota Google þýðingarvélina til að skrifa íslenskar afmæliskveðjur sem voru stundum skrautlega rangar). Ég skellti í marengstoppa, sem hún elskar, og bar fram með þeyttum rjóma, ferskum berjum og heimagerðri súkkulaðisósu. Ég var búin að setja saman uppskrift að nýrri súkkulaðisósu og -kremi sem ég nota á skúffukökur og marengstoppa og birti hana á matarblogginu í morgun.

Hvernig gengur annars jólaundirbúningurinn? Ég verð að viðurkenna að ég er ekki enn búin að finna jólaskapið, alveg sama hvað ég leita. Það að vísu rétt glitti í það við baksturinn í gær en sá neisti varð ekki að báli. Það hlýtur að koma upp úr einhverjum kassa fljótlega. Eða ég vona það því þetta er svo ólíkt mér. Ég kenni bara þreytu um eftir flutningana. Það er eina skýringin.

*Vantar þig hugmyndir fyrir jólin? Kíktu á jólaborðið mitt á Pinterest.

mynd:
Lísa Hjalt

_
Click for LATTELISA ENGLISH VERSION

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.