mánudagur, 16. desember 2013

uppskrift: marengstoppar (súkkulaði)

Í dag birti ég uppskrift að marengstoppum (með eða án súkkulaðis) á matarblogginu. Eins og flestir vita sem fylgjast með blogginu þá nota ég allra jafna ekki mikinn hrásykur í uppskriftirnar en eftir allar tilraunirnar mínar þá komst ég að því að það var ógerlegt að baka marengs með skemmtilegri áferð nema að hafa ákveðið magn sykurs á móti eggjahvítunum. Þetta verður því líklega sykraðasta uppskriftin á blogginu.

Ég er annars búin að vera að tala um það að ég hreinlega finn ekki jólaskapið í ár. Það meira að segja dugði ekki til að skreyta tréð um helgina! En áðan bærðist eitthvað innra með mér þegar ég fór á leiksýningu í skóla sonarins. Það voru fagrar raddir barnanna sem komu mér svei mér þá í rétta gírinn. Ég meira að segja setti svuntuna á mig og bakaði þegar ég kom heim, orkuhnullungana hennar (Cafe)Sigrúnar, og nú angar húsið af jólailmi.

*Vantar þig hugmyndir fyrir jólin? Kíktu á jólaborðið mitt á Pinterest.

myndir:
Lísa Hjalt