mánudagur, 23. desember 2013

dagdraumar um fannhvít jól

Ég var að fá mér smá kaffi þegar veslings póstmaðurinn mætti niðurrigndur með jólapakka. Það er víst lítið annað í boði en rigning og smá vindur hérna á West Midlands svæðinu í dag og yfir jólin. Ég væri alveg til í hvít jól; það jafnast ekkert á við að sjá snjókorn falla hægt og þekja jörðina á aðfangadag. En ég verð víst að láta mig dreyma um fannhvít jól með hjálp auglýsingaherferðar Fresh fyrir jólin 2013. Það er einhver gleði í þessum myndum hennar Laurie Frankel sem fangar mig og bætir upp fyrir rigninguna.

Ég vona að jólaundirbúningurinn gangi vel og að þið njótið Þorláksmessunnar án nokkurs stress!

*Vantar þig hugmyndir fyrir jólin? Kíktu á jólaborðið mitt á Pinterest.

myndir:
Laurie Frankel fyrir Fresh jól 2013 auglýsingaherferð

_
Click for LATTELISA ENGLISH VERSION

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.