mánudagur, 2. september 2013

bók: My Greek Island Home eftir Claire Lloyd


Á ensku útgáfu bloggsins í dag er ég með umfjöllun um bókina My Greek Island Home eftir Claire Lloyd. Ég las vitðtal við hina áströlsku Claire fyrr á árinu og bókin rataði beint á óskalistann. Í sumar fékk ég hana í afmælisgjöf frá kærri vinkonu og ég gat ekki lagt hana frá mér þegar ég byrjaði að lesa. Til að gera langa sögu stutta þá keypti Claire hús í þorpi á grísku eyjunni Lesvos ásamt sambýlismanni sínum og þau breyttu algjörlega um lífsstíl eftir annasöm ár í London. Hún segir svo fallega frá lífinu á eyjunni og öllu því fólki sem hún hefur kynnst. Bókin fangaði mig við lesturinn og situr enn í mér.

Ég spurði Claire nokkurra spurninga sem hún svaraði fúslega og hún sendi mér nokkrar myndir og opnur úr bókinni til að deila með lesendum bloggsins. Ég ætla ekki að þýða færsluna hér þannig að ef þetta er eitthvað sem vekur áhuga þá kíkið endilega á LatteLisa.

Ég er á ferðalagi í þessari viku og verð hér aftur á mánudaginn. Eigið góðar stundir!

mynd:
Lísa Hjalt

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.