fimmtudagur, 1. ágúst 2013

sumar: afslöppun og einfaldleiki


Ef þessar myndir fanga ekki hina einu sönnu sumarstemningu þá veit ég ekki hvað! Miðað við fréttir frá Íslandi þá á ég von á því að sumarið leiki við ykkur þessa dagana. Við fengum nokkra skýjaða daga með rigningu inn á milli sem var kærkomið eftir mikil hlýindi. Ég notaði þá til að sinna heimilinu á meðan eiginmaðurinn smíðaði nýtt garðborð fyrir okkur. Sólin kom aftur í gær þannig að núna þarf ég að setja á mig garðhanskana og vera dugleg áður en við setjumst út á svalir að borða í kvöld - vonandi við nýja borðið.

En fyrst er það einn bolli af latte og einn kafli af skrifum Karen Blixen. Kannski tveir. Þá meina ég bollar og kaflar.

myndir:
01, 02, 03, 04, 05, 06: af vefsíðu Brigitte (uppgötvað af síðunni This Ivy House)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.