þriðjudagur, 13. ágúst 2013

lavender veisla á 1 árs bloggafmælinu

Það er eitt ár síðan ég póstaði fyrstu bloggfærslunni á íslensku útgáfu bloggsins (mikið svakalega er tíminn fljótur að líða!) og ég skellti að sjálfsögðu í pönnukökur af því tilefni. Ég lét það nú vera að fara út í stórbrotnar borðskreytingar og læt því þessar fallegu lavender-myndir nægja.

Ég er oft spurð að því hvernig ég hafi tíma fyrir bloggin og svar mitt er einfalt: ég horfi ekki á sjónvarp. Og þá meina ég aldrei. Ég fylgist með engum þáttum og horfi ekki á fréttir, nema þá einhverjar alveg sérstakar heimsfréttir og ég nálgast þær þá bara á netinu. Ég hætti að horfa á sjónvarp fyrir nokkrum árum síðan og áttaði mig fljótt á því að ég hafði grætt nokkra klukkutíma í sólarhringinn. Þá nota ég í staðinn í eitthvað sem veitir mér innblástur.

myndir:
KT Merry af síðunni Style Me Pretty, stílisering: Dreamy Whites

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.