þriðjudagur, 20. ágúst 2013

Garðhönnun: bleikir og fjólubláir tónar í Derbyshire

The inspiration for all my garden designs is this search for harmony between house and garden. My passion is creating a sense of place. A sense of place is the soul of the garden. It is the intangible and harmonious atmosphere that stems from the perfect balance between the house, garden, landscape, plants and the dreams of the owners.
Arne Maynard (PDF, bls. 70)

Ég vil láta ensku tilvitnunina standa en í íslenskri þýðingu hljómar þetta nokkurn veginn svona: „Innblásturinn fyrir alla mína garðhönnun er leitin að samhljómi á milli húss og garðs. Ástríða mín er að skapa tilfinningu fyrir rými. Tilfinning fyrir rými er sál garðsins. Það er hið óáþreifanlega og samhljóma andrúmsloft sem stafar af hinu fullkomna jafnvægi á milli hússins, garðsins, landslagsins, plantnanna og drauma eigendanna.“

Þessi garður í Derbyshire, sem tilheyrir enska sveitasetrinu Haddon Hall, hlýtur að hafa verið draumur sem rættist fyrir eigendurna þegar garðhönnuðurinn Arne Maynard hafði tekið hann í gegn. Saga Haddon Hall nær aftur til miðalda en landeignin liggur við ána Wye í Bakewell og er í eigu lávarðarins Edward Manners og fjölskyldu hans. Húsið og stallaðir garðar þess, sem eru frá tímum Elísabetar fyrstu, eru opnir almenningi og hafa verið notaðir sem tökustaðir kvikmynda.

Þessi tiltekni garður á landeigninni er einkagarður fjölskyldunnar en er stundum opinn almenningi. Bleikir og fjólubláir tónar blómanna fylla mig innblæstri og ég væri heldur betur til í að ganga þarna um og njóta þess sem fyrir augu bæri.

Stórar ilmandi rósir og ýmsar jurtkenndar plöntur standa við húsið.

Kassaklippt skógarbeyki með fjólubláum blöðum (enska: copper beech) gefur opnu rými garðsins áberandi strúktúr og er mótvægi við frjálslega vaxnar plöntur í ferköntuðum beðum til hliðar.

myndir:
Arne Maynard Garden Design

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.