mánudagur, 5. ágúst 2013

Eftirminnilegt sumar


Ég held að það sé óhætt að kalla þessa fyrstu Eftirminnilegt sumar færslu í ágúst eins konar óð til þess að dvelja heima á sumrin, þá á ég við að gera heimilið og nánasta umhverfi sitt að sumarparadís. Það hjálpar að eiga garð en svalir duga eða stórir gluggar sem má hafa opna til að hleypa sumrinu inn. Í stað þess að senda póstkort frá sumardvalarstað þá má nota fallegt bréfsefni til að senda nokkrar línur til vina og fjölskyldu. Ef þér dettur ekkert í hug þá er um að gera að sækja innblástur í uppáhaldsrithöfundinn eða ljóðskáldið.

Í gær þegar við vorum að borða úti á svölum (ég gerði gómsæta grænmetisböku og ætla að deila uppskriftinni síðar í vikunni) þá var ég að hugsa um að ég gæti varla munað hvenær við borðuðum síðast í eldhúsinu. Allar máltíðir þessa dagana eru al fresco, eins og sagt er á Spáni og víðar. Á föstudaginn sat ég meira að segja út á svölum langt fram eftir kvöldi í 27 stigum og horfði á Out of Africa í tölvunni.

Ég elska þessa sumardaga.

myndir:
1: Leo Evidente Photographers af síðunni Style Me Pretty (bréfsefni: Oak & Orchid) / 2: Pictilio af Style Me Pretty / 3 + 6: Bonpoint vor 2012 af blogginu Haute Design / 4-5: Pernille Kaalund fyrir Bo Bedre / 7: John Saladino af blogginu Aesthetically Thinking

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.