miðvikudagur, 3. júlí 2013

innlit: sumarhús í Skerjagarðinum

Í þessu sæta sumarhúsi á eyjunni Gåsö í Skerjagarðinum rétt fyrir utan Stokkhólm ráða hlýir tónar og einfaldleiki ríkjum. Allur panill er hvítmálaður en í eldhúsinu er notaður mildur gulur tónn. Garðurinn er náttúrulegur og geymir ýmsar plöntur eins og riddaraspora, bláa blómið við innganginn, og sýrenur.

Það hafði verið draumur þeirra hjóna í mörg ár að eignast sumarhús og þau voru rólega búin að sanka að sér ýmsum munum á flóamörkuðum, eins og mottum og slíku. Húsið rúmar vel fjölskylduna og vini þeirra og það tekur þau bara hálftíma að ferðast út í eyjuna, en þau eru búsett í Stokkhólmi.

Eins og sjá má er þetta paradís fyrir börnin sem hlaupa um frjáls.

myndir:
Johan Sellén fyrir Lantliv


2 ummæli:

 1. þvílíka dásemdin, væri til í að búa þarna eða amk eiga það sem sumarhús, svo ljúft og nátturulegt í alla staði. Takk innilega fyrir að deila þessari paradís með okkur kæra Lísa.

  kveðja Stína

  SvaraEyða
  Svör
  1. Ekkert að þakka! Ég væri ekkert á móti því að eiga sumarhús á þessum slóðum og vera þar með bát og njóta umhverfisins. Hlýtur að vera dásamlegt!

   Eyða

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.