miðvikudagur, 31. júlí 2013

innlit: gistihús í hjarta Bruxelles


Er einhver á leiðinni til Belgíu á næstunni? Chambre en Ville er gistihús (,bed & breakfast')
í hjarta Bruxelles - fyrirgefið en ég bara get ekki skrifað Brussel eins og gert er í íslensku;
þegar maður hefur búið í Belgíu þá er ekkert sem heitir Brussel, bara Bruxelles eða
Brussels.

Gistihúsið er í uppgerðri 19. aldar byggingu sem áður hýsti speglaverksmiðju. Gistirýmin
eru vægast sagt listræn en um leið vinaleg og snotur. Gistirýmið neðar í færslunni kallast
La Vie d'Artiste, en skoðið endilega heimasíðuna þeirra til að sjá þau öll.


Kannski kannist þið við myndina hér að ofan því ég hef póstað henni áður undir Rýmið.


Chambre en Ville, 19, rue de Londres, 1050 Bruxelles

myndir:
af síðu Maire Claire Maison

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.