mánudagur, 29. júlí 2013

Eftirminnilegt sumar

Ég er hrifin af hugmyndinni að færa sumarið innandyra, þá meina ég að láta eitthvert rými eða horn líta alveg sérstaklega sumarlega út. Rýmið hér að ofan er í sumarhúsi á The Hamptons svæðinu og lýsir vel því sem ég er að tala um. Það er bjart og hefur náttúrulegan sjarma (karfan og fersku blómin). Það er allt sumarlegt við þetta.

Það eru margir sem skipta út heimilismunum (púðum og slíku) yfir sumartímann en þegar ég horfi á þessa kommóðu þá velti ég því fyrir mér hvort einhverjir, sem eiga ekki sumarhús, gangi svo langt að skipta út húsgögnum í einstaka rýmum. Það gæti verið áhugavert að skipta út borði/kommóðu í inngangi eða holi (fyrir þá sem hafa geymslupláss!).

Hvað er það eiginlega með hvíta kjóla og sumarið? Eða hvítar skyrtur? Þegar ég horfi á þessa mynd þá liggur við að ég fari út í gerð og hengi hvítar flíkur í trén!

Myndirnar hér að neðan eru teknar á spænsku eyjunni Formentera, suður af Ibiza. Ég hef aldrei komið þangað sjálf en er búin að sjá svo mikið af fallegum sumarhúsum þar sem hægt er að leigja út. Lítur út fyrir að vera staður sem er vel þess virði að skoða síðar meir.

myndir:
1: Eric Josjö fyrir Sköna hem / 2 + 5 + 6: Bikini Birdie af síðunni Style Me Pretty (Formentera, Spánn) / 3: Miguel Varona af Style Me Pretty / 4: Anna Westerlund Ceramics af Pinterest / 7: Nuevo Estilo (Formentera, Spánn)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.