miðvikudagur, 5. júní 2013

Garðhönnun: 17. aldar sveitasetur í Devon

Í möppunum mínum er að finna nokkra garða sem ég ætla að deila í sumar en þessi - hannaður af Arne Maynard - varð fyrir valinu í dag vegna þess að í honum er fullt af lavender. Undanfarið hef ég varla hugsað um annað en lavender þar sem ég var að dreifa mínum nýlega og stend sjálfa mig að því að vera stöðugt að kíkja á afraksturinn og jafnvel spjalla við hann, svona til að hvetja vöxtinn. (Það er í góðu lagi að tala við plöntur en ef þær fara að svara þá er kannski ráð að leita sér hjálpar!) Lavender er án efa ein af mínum uppáhaldsplöntum og þetta er ekki í eina skiptið sem ég kem til með að pósta lavender í sumar.

Garðhönnuðurinn Arne Maynard á landareignina í Wales sem ég póstaði nýverið á blogginu. Þetta sveitasetur í Devon er frá 17. öld og þegar Maynard var fenginn til að endurhanna garðinn þá var formið þegar til staðar en það þurfti bara að endurvekja það. Maynard byrjaði á því að laga og breyta aðalgönguleiðinni að húsinu og í ytri garðinum var sem dæmi komið fyrir perutrjám sem klifra upp og meðfram veggjum. Í garðinum við göngustíginn voru notaðar alls kyns plöntur eins og lavender, stjúpur og geraníur.

Ég veit ekki með ykkur en ég er bálskotin í þessum garði.

myndir:
Arne Maynard Garden Design

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.