miðvikudagur, 8. maí 2013

tískuþátturinn: Ferragamo

Ítalska tískuhúsið Ferragamo hefur hleypt af stokkum auglýsingaherferð sem nefnist L’Icona en tilgangur hennar er að enduruppgötva Vara-ballerínuskóna og að fagna því að fyrir 35 árum síðan voru þeir settir á markað. Ljósmyndarinn Claiborne Swanson Frank tók myndir af 21 stúlku í Vara eða Varina (settir á markað 2007) sem klæðast ýmist sínum eigin fötum eða uppáhaldsflíkunum sínum frá tískuhúsinu. Í þessum mánuði verður myndum og myndskeiðum með þessum flottu konum deilt á heimasíðu herferðarinnar.

Þær sem birtast hér eru Lauren Santo Domingo sem var mynduð í París (ég deildi nýverið myndum af heimili hennar í París á ensku útgáfu bloggsins), Asia Baker sem var mynduð í Palm Beach, Flórída, og Miroslava Duma sem sat fyrir í Moskvu.

Mér finnst þetta frábær hugmynd til þess að fagna afmæli skónna sem eru orðnir klassískir. Hvort sem við eigum þessa skótegund eða ekki þá má nota myndirnar til þess að fá hugmyndir. Ballerínuskór paraðir við gallabuxur og rykfrakka, eins og Lauren Santo Domingo gerir á efstu myndinni, er samsetning sem fer aldrei úr tísku.

myndir:
Claiborne Swanson Frank fyrir Ferragamo L’Icona auglýsingaherferðina 2013


Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.