þriðjudagur, 23. apríl 2013

uppskrift: hrísgrjón með indverskum kryddum

Það stóð nú til að pósta færslu í gær en ég kom heim seinna en ég ætlaði mér og eftir kvöldmat þá dúllaði ég mér við það að skrifa færslu á enska bloggið um myndina Julie & Julia (2009) sem Meryl Streep fór á kostum í sem matarkonan Julia Child. Svo þurfti jú að hjálpa börnunum með heimanám og slíkt þannig að kvöldið leið hratt. Ég var að horfa á þessa mynd, sem er ein af mínum uppáhalds, aftur um helgina og það varð eiginlega til þess að ég hugsaði bara enn þá meira um mat og uppskriftir. Það var nú alveg kominn tími á að pósta nýrri uppskrift á matarbloggið þannig að ég bætti úr því áðan og skellti inn þessari sem ég kalla því einfalda nafni hrísgrjón með indverskum kryddum.

mynd:
Lísa Hjalt


Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.