fimmtudagur, 11. apríl 2013

rýmið 28


Ég er búin að gera allt til að finna út í hvaða þýska tímariti þessi mynd birtist (eða mér finnst líklegt að það sé þýskt miðað við myndatextann) og hver tók hana en án árangurs. Þið sem hafið fylgst með bloggunum mínum vitið að ég greini alltaf nafn ljósmyndara og hvaðan myndir koma því ég hreinlega þoli það ekki þegar bloggarar pósta endalausum myndum án þess að geta heimilda. Í dag vil ég helst ekki birta myndir ef ég veit ekki hver tók þær en þetta svefnherbergi er hreinlega of fallegt til þess að pósta því ekki. Að hafa útsýni út í garðinn er náttúrlega bara dásamlegt, rétt eins og öll sú náttúrulega birta sem berst þarna inn.

mynd:
ljósmyndari óþekktur, af blogginu coco+kelley


Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.