þriðjudagur, 30. apríl 2013

Innlit: búgarður í Santa Monica

Það ættu flestir að þekkja sjónvarpskonuna Ellen DeGeneres og eiginkonu hennar, leikkonuna Portia De Rossi. Þær eiga þennan fallega búgarð í Santa Monica í Los Angeles en Portia er mikil hestakona. Þetta er staður sem þær nota til að hlaða batteríin eftir annasama viku.

Þegar ég sá þær á forsíðu Elle Decor þá hélt ég að annar hver bloggari myndi pósta eða pinna þessum myndum og því hafði ég eiginlega ákveðið að láta þær eiga sig. Merkilegt nokk þá hafa afar fáir birt þær. Mér finnst þessi búgarður bara of skemmtilegur til að birta hann ekki. Þarna er látlaus og hrár stíll innan um 20. aldar húsgögn og muni af flóamörkuðum. Eggið hans Arne Jacobsen er að finna úti í hlöðu!

Stíllinn á öllu er ekki endilega minn en stofan á efstu myndinni er mitt uppáhaldsrými í húsinu; hönnunin á henni er mér að skapi. Það eru einhverjar myndir úr umfjölluninni sem ég sleppti og þið bara fylgið Elle Decor tenglinum neðst í færslunni til að skoða þær og myndatexta með nánari útskýringum.


myndir:
William Abranowicz fyrir Elle Decor


2 ummæli:

  1. Mjög svo flottur búgarður hjá þeim ...

    SvaraEyða
    Svör
    1. þær stöllur eru smekkkonur, það er nokkuð ljóst

      Eyða

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.