fimmtudagur, 25. apríl 2013

gleðilegt sumar

Gleðilegt sumar! Það er bókstaflega allt búið að rifna út í garðinum undanfarna dag og sérstaklega í dag. Öll tré eru í blóma - þvílík fegurð. Ég tók þessar myndir snemma í morgun og bara eftir hádegi var komið miklu meira af blómum; við gátum allt að því horft á þau springa út þegar við sátum og fögnuðum íslensku sumri með því að fá okkur pönnukökur.

Ég verð hér aftur á mánudaginn og segi því bara góða helgi!

mynd:
Lísa Hjalt


Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.