mánudagur, 18. mars 2013

tvinnar og borðar frá olive manna


Olive Manna er netverslun sem ég er mjög hrifin af, sérstaklega af úrvalinu á alls kyns náttúrulegum tvinnum, borðum og hreinlega öllu til gjafapökkunar. Ég er fyrir löngu hætt að versla pakkaskraut og slíkt úr glansefnum. Núna finnst mér best að eiga alltaf rúllu af umhverfisvænum brúnum pappír og eiga nokkrar tegundir af tvinnum og borðum eins og sjást á þessum myndum. Á sumrin má svo alltaf ná í blóm í garðinum til að skreyta pakkana enn frekar.

myndir:
Olive Manna


Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.