þriðjudagur, 12. mars 2013

tískuvikan í parís: rick owens - haust/vetur 2013

Eins mikið og ég kann að meta falleg og klassísk föt þá hef ég alltaf gaman af því þegar tískuhönnuðir setja á svið líflega sýningu þegar þeir kynna nýjustu línuna sína, sama hvort það sem kynnt er höfði til mín eða ekki. Rick Owens gerði einmitt það þegar hann kynnti haust- og vetrarlínu sína fyrir 2013-14 á tískuvikunni í París nú á dögunum og hann lét fyrirsæturnar ganga um með tryllta hárgreiðslu til að undirstrika áhrifin.

Leyfum myndunum að tala.


Fyrir þá sem hafa áhuga þá deildi ég á ensku útgáfu bloggsins í dag nokkrum myndum af flottum kápum sem sáust á götunum á tískuvikunum í París og Mílanó. Ég er svo með nokkur tískutengd borð á Pinterest, til dæmis þetta: fashion: rtw collections og þetta: style.ladies, ef þið viljið fylgjast með.

myndir:
1, 2, 4, 5, 7 + 8: Filippo Fior / 3, 6, 9, 14 + 15: Kevin Tachman / 10-13: Gianni Pucci af vefsíðu Vogue US


Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.