miðvikudagur, 6. mars 2013

tískuþátturinn

Í ljósi veðurfrétta frá Íslandi þá þótti mér tilvalið að birta gamlan, góðan og vetrarlegan tískuþátt á blogginu í dag. Maðurinn með myndavélina var hinn eini sanni Paolo Roversi sem tók þessar myndir fyrir Vogue Italia, nóvembertölublaðið 2006. Tískuþátturinn kallast ,A Dramatic Look' og stílisering var í höndum Jacob K.

Hér í Luxembourg er ekki hægt að kvarta yfir veðri. Það er vor í lofti og +12 gráður. Ég bíð eftir að kirsuberjatrén í garðinum springi út.


myndir:
Paolo Roversi fyrir Vogue Italia, nóvember 2006, af síðunni The Fashion Spot

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.