miðvikudagur, 27. mars 2013

sumargjöfin mín: bringing nature home eftir ngoc minh ngo


Ég er með sömu myndir á báðum bloggunum í dag en ekki alveg sama texta. Ég kynnti íslenska sumardaginn fyrsta fyrir lesendum enska bloggsins en það er óþarfi að gera það hér.

Í síðustu viku póstaði ég þessari færslu um blómabúð í Madrid og minntist um leið á bókina Bringing Nature Home: Floral Arrangements Inspired by Nature eftir ljósmyndarann Ngoc Minh Ngo.

Sama dag ákvað ég að bókin yrði sumargjöfin mín í ár - gjöf frá mér til mín. Ég held að það sé ágætis hugmynd að halda í þá íslensku hefð að gefa gjafir á sumardaginn fyrsta og héðan í frá ætla ég að gefa sjálfri mér gjöf á þessum degi. Ég ætla að gefa sjálfri mér bækur á sumardaginn fyrsta ár hvert sem hafa eitthvað með náttúruna að gera, bækur sem njóta sín vel hérna á stofuborðinu.


Bringing Nature Home var gefin út af Rizzoli forlaginu og í kynningartexta þeirra um bókina segir:

Unlike most flower-arrangement books, which rely on expensive and often nonseasonal flowers from florists, this book presents an alternative that is in line with the “back to nature” movement. This is the first volume to showcase how to be inspired by nature’s seasonal bounty and bring that nature into the home through floral arrangements.

Eins og ég sagði í síðustu viku þá voru blómaskreytingarnar í bókinni í höndum Nicoletta Owen, sem rekur Brooklyn's Little Flower School. Myndirnar í þessari færslu sýna nokkrar þeirra.


myndir:
Ngoc Minh Ngo, úr bókinni Bringing Nature Home: Floral Arrangements Inspired by Nature, gefin út af Rizzoli / 1-2 + 5-6: af blogginu Style Court / 3: af heimasíðu Rizzoli / 4: af blogginu An Indian Summer


þriðjudagur, 26. mars 2013

tískuþátturinn

Grace Coddington setti saman þennan fallega tískuþátt sem kallast ,Window Dressing' fyrir aprílútgáfu Vogue US og það var Peter Lindbergh sem tók myndirnar. Það er Carolyn Murphy sem situr fyrir ásamt leikaranum Tobey Maguire. Grace sótti innblástur í mynd Alfred Hitchcock Rear Window frá árinu 1954.

Þetta er það sem hún gerir best.

Á ensku útgáfu bloggsins í dag deildi ég myndum úr nýrri bók, Elie Saab eftir Janie Samet, sem er gefin út af Assouline bókaforlaginu. Hér er færslan ef þið viljið sjá myndirnar.

myndir:
Peter Lindbergh fyrir Vogue US, apríl 2013 | Carolyn Murphy + Tobey Maguire í ,Window Dressing' | stílisering: Grace Coddington


fimmtudagur, 21. mars 2013

blómabúðin brumalis í madrid

Í gær deildi ein bloggvinkona mín tengli á þennan skemmtilega myndaþátt sem birtist í spænska Vogue. Ljósmyndari frá tímaritinu leit í heimsókn í blómabúðina Brumalis í Madrid, sem er rekin af tveimur vinkonum. Þessar fallegu rósir gerðu ekkert nema að auka vorstemninguna hjá mér og ég varð að deila nokkrum myndum.

Ég rak strax augun í bókina Bringing Nature Home á borðinu hjá þeim stöllum því hún er búin að vera á óskalistanum mínum síðan hún kom út síðasta vor. Það var Nicolette Owen, sem rekur Brooklyn’s Little Flower School, sem sá um blómaskreytingarnar í bókinni. Texti og myndir eru eftir Ngoc Minh Ngo.


myndir:
Mariola Kugler fyrir Vogue España | uppgötvað á blogginu Classiq


miðvikudagur, 20. mars 2013

vorið er komið

It's spring fever. That is what the name of it is. And when you've got it, you want--oh, you don't quite know what it is you DO want, but it just fairly makes your heart ache, you want it so!
Mark Twain, Tom Sawyer, Detective
Í dag leyfi ég mér að pósta sömu myndunum á báðum bloggunum því vorið hófst formlega í dag. Tilvísun Mark Twain hér að ofan á því vel við.

Það rignir svolítið í dag sem er í góðu lagi mín vegna. Allt annað en snjór er í góðu lagi mín vegna! Nú fer náttúran að vakna til lífsins eftir kuldakast síðustu viku og hlutirnir gerast hratt; áður en ég veit af verða magnólíur og kirsuberjatré í blóma allt um kring.

Ég á von á garðyrkjumanni fljótlega sem ætlar að klippa greinar og hreinsa til og þegar hann hefur lokið sínu starfi get ég farið á stjá. Við fluttum hingað í fyrra og sinntum bara hefðbundnum garðyrkjustörfum þar sem við vildum fá tilfinningu fyrir garðinum. Hér eru fallegar rósir í ýmsum litum, vínviður og tré en í ár langar mig að kaupa fleiri plöntur til að auka aðeins litadýrðina. Innar í götunni býr Bibba blómakona, eins og ég kalla hana (þekki hana ekki neitt), og blómin í hennar garði eru hreint út sagt stórkostleg. Ég hjóla alltaf mjög hægt fram hjá húsinu hennar til að njóta dýrðarinnar. Kannski að ég ætti að gefa mig á tal við hana einn daginn til að fá ráð.

Hvernig líst ykkur á sólskálann á myndinni hér að ofan? Hann er í eigu breska hönnuðarins Jasper Conran, en hann á glæsilega eign í Somerset sem kallast Ven House. Á vefsíðu hans fann ég svo fallegt myndskeið með myndum eftir ljósmyndarann Andrew Montgomery, en hann á einmitt neðstu myndina í þessari bloggfærslu. Á vefsíðunni er líka að finna brot úr bókinni Country eftir Conran sjálfan sem var gefin út 2010 (sjá nánar á Amazon). Það var Montgomery sem tók myndirnar í bókinni.

Þetta er brot af því sem hefur veitt mér innblástur upp á síðkastið.

Gleðilegt vor 2013!

myndir:
1: af vefsíðu Mon Jardin & ma maison / 2: World of Interiors af vefsíðu The Rural Society / 3: Franck Bel fyrir Mon Jardin & ma maison / 4: Andrew Montgomery


þriðjudagur, 19. mars 2013

rýmið 26


- eldhús með viðargólfborðum á spænsku sveitasetri
- hönnuður Isabel López-Quesada

mynd:
House & Garden, september 2011 af síðunni AtticMag


mánudagur, 18. mars 2013

tvinnar og borðar frá olive manna


Olive Manna er netverslun sem ég er mjög hrifin af, sérstaklega af úrvalinu á alls kyns náttúrulegum tvinnum, borðum og hreinlega öllu til gjafapökkunar. Ég er fyrir löngu hætt að versla pakkaskraut og slíkt úr glansefnum. Núna finnst mér best að eiga alltaf rúllu af umhverfisvænum brúnum pappír og eiga nokkrar tegundir af tvinnum og borðum eins og sjást á þessum myndum. Á sumrin má svo alltaf ná í blóm í garðinum til að skreyta pakkana enn frekar.

myndir:
Olive Manna


fimmtudagur, 14. mars 2013

kaffihúsið the butcher's daughter í new york

Sjö ára sonur minn hefur mikinn áhuga á að ferðast til New York. Ég veit ekki hvers vegna, ég held að það hafi eitthvað með Madagascar teiknimyndirnar að gera. Ég er búin að segja við hann að einn daginn förum við bara tvö saman. Það er langt síðan ég var í NY og hvorki dæturnar né eiginmaðurinn eru spennt fyrir NY-ferð. Þegar við erum tvö saman í eldhúsinu að baka þá spyr ég hann oft hvað hann vilji gera og skoða þegar við förum (efst á óskalista hans er Frelsisstyttan en ég er búin að segja honum að við eyðum ekki allri ferðinni á Liberty Island). Yfirleitt segist hann bara vilja kíkja á kaffihús - ferðafélagi mér að skapi. Þegar ég sýndi honum þetta sem opnaði í nóvember, The Butcher's Daughter, sem er líka djúsbar og grænmetisstaður, leist honum vel á. Kannski að við eigum eftir að sitja þarna saman og spjalla um heima og geima, áður en við kíkjum á eitthvað safn.


myndir:
Taylor Jewell fyrir Vogue US


miðvikudagur, 13. mars 2013

gamaldags munir + rómantískur stíll

Í dag er ég í stuði fyrir gamaldags muni og rómantískan stíl (er til betra orðalag á íslensku fyrir vintage) og sennilega er það löngunin í vorið sem kallar þetta fram hjá mér. Vorkoman í ár er í ruglinu; úti er allt á kafi snjó en sem betur fer skín sólin og það er ekki kalt. Ég er bara meira fyrir vor sem hagar sér eins og sumar, notalegt hitastig, kirsuberjatré og magnólíur í blóma; stemningu eins og í ferðamyndunum hér neðar.

Hversu sætar eru þessar skúffur á efstu myndinni fylltar með hvítum brúðarslæðum/garðaslæðum (held að það séu íslensku heitin yfir gypsophila)? Ef þið eruð hrifin af Parísar-merkispjaldinu þá versla ég svona vörur hjá hönnuðinum Wendy Paula, sem er áströlsk bloggvinkona mín, en hún er með tvær síður á Etsy: Mulberry Muse og Cafe Baudelaire. Bloggið hennar heitir líka Mulberry Muse.

myndir:
1: Beaux Arts Photographie af síðunni Elizabeth Anne Designs / 2: Lísa Hjalt / 3-4: Paul Raeside / 5-6: Karen - Pas Grand-Chose


þriðjudagur, 12. mars 2013

tískuvikan í parís: rick owens - haust/vetur 2013

Eins mikið og ég kann að meta falleg og klassísk föt þá hef ég alltaf gaman af því þegar tískuhönnuðir setja á svið líflega sýningu þegar þeir kynna nýjustu línuna sína, sama hvort það sem kynnt er höfði til mín eða ekki. Rick Owens gerði einmitt það þegar hann kynnti haust- og vetrarlínu sína fyrir 2013-14 á tískuvikunni í París nú á dögunum og hann lét fyrirsæturnar ganga um með tryllta hárgreiðslu til að undirstrika áhrifin.

Leyfum myndunum að tala.


Fyrir þá sem hafa áhuga þá deildi ég á ensku útgáfu bloggsins í dag nokkrum myndum af flottum kápum sem sáust á götunum á tískuvikunum í París og Mílanó. Ég er svo með nokkur tískutengd borð á Pinterest, til dæmis þetta: fashion: rtw collections og þetta: style.ladies, ef þið viljið fylgjast með.

myndir:
1, 2, 4, 5, 7 + 8: Filippo Fior / 3, 6, 9, 14 + 15: Kevin Tachman / 10-13: Gianni Pucci af vefsíðu Vogue US