miðvikudagur, 27. febrúar 2013

tískuvikan í mílanó: bottega veneta - haust/vetur 2013


Það er alveg kominn tími á smá tísku hér á LatteLísa, er það ekki?

Tískuvikunni í Mílan er lokið og haust- og vetralínurnar sem kynntar voru þar fengu tískuhjarta mitt til að hoppa af fögnuði eftir vonbrigði með margt af því sem kynnt var á tískuvikunni í London.

Haust- og vetrarlínan sem Tomas Maier kynnti fyrir Bottega Veneta fannst mér hreint út sagt dásamleg. Eins og þið sjáið á myndunum þá eru fallegir hausttónar notaðir í bland við svart og fylgihlutir eru með ítölsku handbragði eins og það gerist best.

(Ég vil benda öllum áhugasömum á bókina Bottega Veneta sem var gefin út á síðasta ári.)


Prada var líka með flotta sýningu í Mílanó og ég féll kylliflöt fyrir þessari kápu. Í pósti gærdagsins, Notes à la mode 30, á ensku útgáfu bloggsins birti ég myndir frá sýningu Dolce & Gabbana sem var vægast sagt gyllt og skrautleg. Þeir félagar sóttu innblástur í 12. aldar mósaík í feneyskum og býsanskum stíl sem prýðir veggi Santa Maria Nuova-kirkjunnar í Monreale á Sikiley.

Tískuvikan í París er komin á fullt og í dag kynnir einn af mínum uppáhaldstískuhönnuðum, Dries Van Noten, sína haust- og vetrarlínu. Ég bíð spennt.

myndir:
01-02 + 08: Scott Schuman - The Sartorialist / 03-07: Marcus Tondo + Gianni Pucci af Vogue US

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.