fimmtudagur, 3. janúar 2013

uppskrift: sætkartöflumús með pekanhnetum


Í dag deili ég með ykkur uppskrift að sætkartöflumús með pekanhnetum sem ég ætlaði að setja á matarbloggið fyrir jól, en hafði svo ekki tíma til að útbúa sérstaklega fyrir myndatöku. Ég smellti því bara af áður en við settumst niður að borða á gamlaárskvöld. Þessa uppskrift fékk ég frá góðri vinkonu í Winnipeg þegar við upplifðum kanadísku þakkargjörðarhátíðina þar í fyrsta sinn í október 2009. Síðan þá er ekki borinn kalkúnn á okkar borð án þess að þetta meðlæti sé í boði líka. Fylgið bara tenglinum að ofan til að skoða uppskriftina.

Ég verð aftur á blogginu á mánudaginn því ég er að fá ameríska bloggvinkonu í heimsókn og ætla að sýna henni fallegar götur og torg í miðbæ Luxembourg. Ég spái sushi líka og nokkrum bollum af latte á meðan þessi heimsókn stendur yfir.

Góða helgi!

mynd:
Lísa Hjalt

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.