mánudagur, 14. janúar 2013

tískuþátturinn: Balenciaga 2013


Tískuhúsið Balenciaga kynnti nú á dögunum pre-fall 2013 línuna sína, sem mætti útfæra sem forsmekks haustlínu. Það sem meðal annars gerir þessa línu athyglisverða er að hún er hönnuð af innanhússteyminu því nýverið lét Nicolas Ghesquière af störfum eftir fimmtán ára feril hjá tískuhúsinu. Tískuhönnuðurinn Alexander Wang var ráðinn í hans stað og mun hann kynna sína fyrstu línu fyrir Balenciaga á tískuvikunni í París sem hefst í lok febrúar, en þá verða kynntar haust- og vetrarlínur 2013. (Með allri virðingu fyrir Wang þá verð ég að viðurkenna að ég var mjög hissa á þessari ráðningu, en ég ætla ekki dæma neitt strax.)

Mér finnst innanhússteymið hafa staðið sig vel miðað við aðstæður og skilað frá sér fallegum, nothæfum og klassískum fötum, en lögð var áhersla á náttúruleg efni. Ég er sérstaklega hrifin af kápunum og aukahlutirnir finnst mér virkilega smekklegir. Ég væri ekkert á móti því að eiga skópörin og armbandið á myndinni hér að neðan.


Smellið á Vogue US tengilinn hér að neðan til að sjá restina af línunni.

myndir:
Balenciaga af vefsíðu Vogue US

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.