mánudagur, 21. janúar 2013

fæðingardagur balenciaga


Einn virtasti tískuhönnuður tuttugustu aldar, hinn spænski Cristóbal Balenciaga, fæddist á þessum degi, 21. janúar, árið 1895 í bænum Guetaria, í Baskahéraði Spánar. Hann lét af störfum og lokaði tískuhúsi sínu í París í maí 1968. Hann lést af völdum hjartaáfalls þann 23. mars 1972.

Í dag á ensku útgáfu bloggsins deildi ég nokkrum myndum og tilvísunum úr bókinni Balenciaga and Spain eftir Hamish Bowles. Ég var búin að minnast á þessa fallegu bók á blogginu þar sem ég fékk hana í jólagjöf. Ég ætla ekki að endurtaka færsluna hér en valdi þessar tvær myndir þar sem list Joan Miró og hönnun Balenciaga mætast. Kíkið endilega á færsluna ef þið hafið áhuga.


myndir:
Lísa Hjalt
úr bókinni Balenciaga and Spain eftir Hamish Bowles:
1: Joan Miró Peinture (Étoile Bleue), 1927 + ljósmynd e. Hiro, vetur 1967, bls. 80-81 / 2: ljósmynd e. David Bailey, sumar 1957 + El mundo de Balenciaga, forsíða sýningarskrár eftir Joan Miró, 1974, bls. 74-75

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.