mánudagur, 10. desember 2012

vetrarstemning + vinningshafi í lesendaleik


Ég tók þessar myndir á laugardaginn þegar ég skrapp í göngutúr með dætrunum. Það hafði snjóað og sólin skein þannig að náttúran skartaði sínum fallegasta vetrarbúningi. Þessi helgi hefði ekki getað verið jólalegri, það var dásamlegur matur á borðum, bóndinn sá um hátíðlega jólatónlist og við nutum þess að drekka jólaglögg, bæði áfengt og óáfengt.

Nú skal tilkynna sigurvegarann í BESOTTED BRAND LESENDALEIKNUM.

Ég er búin að draga nafn úr pottinum og fallegu, handprentuðu 'thank you' kortin eru á leiðinni til Íslands. Sú heppna er:

Þorbjörg, sem skráði sig í leikinn á íslensku útgáfu LatteLísa, en leikurinn var á báðum síðunum.

Til hamingju Þorbjörg! Vinsamlegast sendu mér heimilisfangið þitt í tölvupósti svo ég geti áframsent það til Tristan B hjá Besotted Brand.

BESOTTED BRAND er vefverslun fyrir alla sem hafa áhuga á fallegri hönnun, bréfsefnum og hreinlega öllu til að gera handrituð skeyti og bréf persónulegri. Besotted Brand býður upp á póstsendingu um allan heim og ef þú ert að panta meira en eitt stykki þá er öllu pakkað í einn kassa þannig að þú borgar bara eitt sendingargjald miðað við þá þyngd (þú færð mismuninn af sendingargjaldinu endurgreiddan).

myndir:
1-4: Lísa Hjalt / 5: Besotted Brand

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.