þriðjudagur, 11. desember 2012

rómantísk og sveitarleg jól


Þessar rómantísku og sveitarlegu myndir eru hluti af auglýsingaherferð H&M Home fyrir jólin í fyrra en eru tímalausar. Ef þessi sæta stofa á fyrstu myndinni væri mín þá myndi ég bara henda út þessari galvaniseruðu fötu og nota fallega viðarfötu eða -kassa í staðinn. Ég þoli ekki galvaniseraðar vörur innandyra. Ég set þær í sama flokk og bækur raðaðar eftir litum; mér verður beinlínis illt í augunum þegar ég sé svoleiðis.

Eruð þið ekki annars komin í jólaskap? Ég er að byrja að undirbúa afmælisveislu fyrir yngstu dótturina sem er ellefu ára í dag. Hún ætlar að koma með tvær vinkonur heim eftir skóla og ég er náttúrlega búin að lofa að baka allt sem hún bað um. Ég er voðalega fegin að eiga ekki von á öllum stelpunum í bekknum í hús. Ég er lítið fyrir risastór barnaafmæli og sem betur fer eru börnin á sömu skoðun.

myndir:
H&M Home jól 2011 auglýsingaherferð

1 ummæli:

  1. I love a simply decorated Christmas tree and the rustic look in these photos.

    SvaraEyða

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.