fimmtudagur, 20. desember 2012

rólegur dagur í borginni


Ég þurfti aðeins að skreppa inn í borg í gær og smellti af einni mynd á Rue du St. Esprit þar sem það voru svo fáir á ferli. Það er alltaf jafn fallegt að horfa þarna yfir. Það var töluvert af fólki á verslunargötunum en ég varð ekki vör við neitt jólastress. Þetta eru fyrstu jólin okkar hér og mér sýnist Lúxarar vera nokkuð spakir í desember.

mynd:
Lísa Hjalt

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.