miðvikudagur, 5. desember 2012

holmegaard jólastemning


Ein af mínum uppáhaldsborgum í desember er án efa Kaupmannahöfn. Ég var svo heppin að búa í borginni um tíma og upplifði því danska jólastemningu til hins ítrasta. Það jafnaðist fátt á við það að rölta um skreyttar götur og taka einn hring í Illums Bolighus til að dást að fallegri skandinavískri hönnun. Jólavörurnar frá Holmegaard voru í miklu uppáhaldi og eru enn. Ég fann þessar myndir á síðunni þeirra. Þær eru frá því í fyrra en hönnunin er klassísk.

myndir:
af vefsíðu Holmegaard

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.