miðvikudagur, 14. nóvember 2012

parís í rigningu


Ég hef verið aðeins upptekin og sleppti því að pósta færslum síðustu tvo daga. Ég birti þessar myndir á ensku útgáfu bloggsins á laugardaginn, en ég vil birta þær hér líka.

Efsta myndin er tekin á Montmartre hæðinni þar sem Sacré Coeur kirkjan stendur. Við vorum nýbúin að skoða kirkjuna og vorum að dást að útsýninu yfir borgina. Við fórum svo með metró út í 6. hverfi og þegar þangað var komið byrjaði heldur betur að rigna. Það var ágætt að flýja inn á veitingahús og njóta góðrar máltíðar á meðan mestu skúrirnar gengu yfir.

Ef þið eruð stödd í París í rigningu og nennið ekki á safn þá get ég mælt með því að rölta undir bogagöngunum í Palais Royal garðinum. Þar má finna alls kyns búðir og til að fara inn í sumar þarf að banka. Það borgar sig ekki að vera of túristalegur ef þið ætlið inn í eina slíka; starfsfólkið hefur nákvæmlega enga þolinmæði fyrir túristum, sem ég skil mjög vel. Passið að setja upp sparibrosið og segja bonjour madame eða monsieur um leið og ykkur er hleypt inn.


myndir:
Lísa Hjalt

París, 17. október 2012 - 1: útsýni frá Square Louise Michel (græna svæðið fyrir neðan Sacré Coeur) / 2 + 4: Tuileries garðurinn / 3: Palais Royal garðurinn; Daniel Buren hannaði strípuðu súlurnar / 5: Louvre pýramídinn

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.