fimmtudagur, 15. nóvember 2012

maison martin margiela í h&m


Eins og margir vita hefur H&M keðjan verið í samstarfi við ýmis þekkt tískuhús sem sérhannar fatalínur sem eru
svo seldar í ákveðnum H&M verslunum. Þarna gefst almenningi tækifæri á að eignast tískumerki á mun lægra verði.
Nú síðast var það tískuhúsið Marni sem gerði allt vitlaust og fólk beið í biðröðum klukkutímum saman fyrir utan H&M
til þess að versla. Í morgun var það sérhönnuð lína frá tískuhúsinu Maison Martin Margiela sem fékk fólk til þess að
standa í biðröð. Það er hleypt inn í búðirnar í hollum og ég held að ég fari rétt með að hver og einn geti bara keypt x
margar flíkur og aukahluti því töluvert er um það að fólk versli til þess eins að selja flíkurnar á hærra verði á Ebay.

Tískuteikningin hér að ofan er eftir eina ástralska bloggvinkonu mína, Helen sem skrifar bloggið The Style Schedule,
en einn kjóll úr línu MMM fyrir H&M var hennar innblástur. Myndin fyrir neðan sýnir kjól úr línunni sem má skoða til
dæmis hér.


myndir:
1: Helen af blogginu The Style Schedule / 2: Sam Taylor-Johnson fyrir Maison Martin Margiela / H&M

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.