mánudagur, 19. nóvember 2012

lesendaleikur: sett af tíu 'thank you' kortum frá besotted brand


Nú fara jólin að nálgast og því fannst mér kominn tími til að hafa LESENDALEIK til þess að þakka fyrir heimsóknirnar á bloggið og til að bjóða nýja lesendur velkomna. Í samstarfi við Tristan B, eiganda Besotted Brand, ætlum við að gefa einum heppnum lesanda tækifæri til að vinna fallegt sett með tíu handprentuðum 'thank you' kortum.

Besotted Brand býður upp á fallegt úrval af bréfsefnum, stimplum, merkimiðum, tvinnum og hreinlega öllu því sem þarf til að koma frá sér einhverju handskrifuðu. (Þið munið kannski eftir bloggfærslu sem ég skrifaði um vefverslunina í ágúst sl.). Besotted Brand býður líka upp á sérhannaðar vörur sem gerir handverkið enn persónulegra. Allt kemur í fallegum pakkningum þannig að þetta eru tilvaldar tækifærisgjafir. Ef þú ert í gjafahugleiðingum fyrir jólin þá endilega skoðaðu úrvalið á vefversluninni. Besotted Brand býður upp á póstsendingu um allan heim og ef þú ert að panta meira en eitt stykki þá er öllu pakkað í einn kassa þannig að þú borgar bara eitt sendingargjald miðað við þá þyngd (þú færð mismuninn af sendingargjaldinu endurgreiddan).

LESENDALEIKUR BESOTTED BRAND: SETT AF HANDPRENTUÐUM 'THANK YOU' KORTUM

Besotted Brand ætlar að gefa einum LatteLísa-lesenda uppáhaldshönnunina mína frá þeim, þetta fallega sett af handprentuðum 'thank you' kortum. Lesendaleikurinn er opinn öllum og fer fram á bæði íslensku og ensku útgáfu LatteLísa.

Kortin eru innflutt frá Ítalíu og pappírinn er unninn úr 100% bómull. Orðsendingin 'thank you' er handprentuð á kortin og þess vegna eru engin tvö kort nákvæmlega eins, sem eykur sjarma þeirra. Í settinu eru 10 kort og 10 umslög sem er búið að pakka fallega í kassa og því er þetta frábær tækifærisgjöf.

ALLIR GETA VERIÐ MEÐ:

Það sem þú þarft að gera til að vera með er að fylgja LatteLísa á Facebook eða Google+ og setja inn ummæli fyrir neðan þessa færslu. Það væri til dæmis gaman að heyra hvað þér finnst um hönnunina frá Besotted Brand. (Ef þú fylgir LatteLísa á Pinterest eða Bloglovin' þá því miður telst það ekki með því ef þú vinnur þá get ég ekki sent þér póst til að láta þig vita.)

Til að vera með í leiknum þarf að setja inn ummæli við þessa færslu í síðasta lagi laugardaginn 8. desember 2012. Tilkynnt verður um vinningshafa á blogginu mánudaginn 10. desember.


Þegar þú hefur skráð þig með ummælum hér að neðan þá hefurðu tvær leiðir til að auka líkurnar á því að vinna:

a. Eitt auka stig (samtals tvö):
Notarðu Pinterest? Pinnaðu þessa mynd af 'thank you' kortunum eða þessa. Ef þú pinnar báðum þá færðu tvö auka stig.

ef þú pinnar þá vinsamlegast skrifaðu 'pinnaði einni' eða 'pinnaði báðum'
í athugasemdina þína hér að neðan og ég veit hvað átt er við

b. Fimm auka stig:
Ef þú ert með blogg þá geturðu skrifað þína eigin bloggfærslu um lesendaleikinn. Þú mátt fá myndirnar af 'thank you' kortunum lánaðar en vinsamlegast taktu það fram í færslunni þinni að þær koma frá Besotted Brand. Í færslunni þarf að vera tengill á þessa bloggfærslu og á vefverslun Besotted Brand.
ef þú bloggar um lesendaleikinn skildu þá eftir athugasemd þegar þú er búin/n
að pósta færslunni og láttu tengilinn (URL) á færsluna þína fylgja


TAKK FYRIR AÐ VERA MEÐ Í LEIKNUM ... OG VONANDI HEFURÐU HEPPNINA MEÐ ÞÉR!

2 ummæli:

 1. Sæl,
  ég er mikill aðdáandi bloggsins þíns og fylgist með á facebook.

  kveðja,
  Þorbjörg,
  manatrod3@simnet.is

  SvaraEyða
  Svör
  1. velkomin í pottinn Þorbjörg;
   ég þakka hlý orð ;-)

   Eyða

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.