föstudagur, 23. nóvember 2012

góða helgi


Í stað þess að leita í smiðjur annarra þá ákvað ég bara að taka sjálf myndina fyrir þessa 'góða helgi' færslu. Ég veit ekki með ykkur en nellikur eru blóm sem ég er farin að kunna betur og betur við. Þær eru ódýrar og lífseigar og það hentar mér vel þar sem ég elska að hafa fersk blóm í vösum á víð og dreif um heimilið.

Góða helgi!

mynd:
Lísa Hjalt

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.