miðvikudagur, 21. nóvember 2012

bók: sjálfsævisaga grace coddington


Út er komin bókin Grace: A Memoir, sjálfsævisaga Grace Coddington sem flestir ættu að þekkja ef þeir á annað borð fylgjast eitthvað með tísku. Grace er listrænn stjórnandi hjá ameríska Vogue og er þekkt fyrir áhugaverða og metnaðarfulla tískuþætti í tímaritinu. Það muna örugglega margir eftir henni úr heimildarmyndinni The September Issue (2009) þar sem hún bókstaflega stal senunni. Ferill Grace innan tískugeirans er orðinn ansi langur þar sem hún byrjaði ung að sitja fyrir. Hún hætti fyrirsætustörfum eftir bílslys og fór að starfa hjá breska Vogue. Árið 1988 fór hún yfir til ameríska Vogue og hefur starfað þar síðan.

Ég er búin að bíða eftir þessari bók lengi og hlakka til að lesa hana um jólin.


myndir:
úr bókinni Grace: A Memoir eftir Grace Coddington, gefin út af Random House | af síðu Vogue UK

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.