mánudagur, 29. október 2012

parís: eiffel turninn

"I ought to be jealous of the tower. She is more famous than I am."
Gustave Eiffel (1832-1923)      

Ég er enn í Parísaralgleymingi og á nóg eftir af myndum til að deila á blogginu. Ef þið eruð á leið til Parísar þá er ansi líklegt að þið ætlið að skoða Eiffel turninn. Frá Trocadéro torginu hafið þið frábært útsýni á turninn. Ef þið notið metróinn til að ferðast þá farið þið út á þeirri stöð og um leið og þið labbið upp tröppurnar og fyrir hornið þá blasir hann við ykkur í allri sinn dýrð. Frá torginu getið þið svo fikrað ykkur nær turninum ef þið ætlið að fara upp til að njóta útsýnisins.

myndir:
Lísa Hjalt

1 ummæli:

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.