fimmtudagur, 4. október 2012

bók: interiors atelier am


Það var ekki ætlunin að kynna erlendar bækur um innanhússhönnun á blogginu í viku hverri en það eru bara svo margar skemmtilegar bækur að koma út núna. Ég hef ekki undan að bæta þeim á óskalistann. Þessi rataði á hann í vikunni, Interiors Atelier AM eftir hjónin Alexandra og Michael Misczynski, gefin út af Rizzoli bókaforlaginu.

Alexandra og Michael starfa í Los Angeles undir heitinu Atelier AM, eru þekkt í bransanum og hafa innréttað mörg heimili. Það er nóg að horfa á þessar myndir úr bókinni eftir François Halard til að sjá fallegt handbragðið.


myndir:
François Halard, úr bókinni Interiors Atelier AM eftir Alexandra Misczynski og Michael Misczynski, gefin út af Rizzoli
af blogginu Aesthetically Thinking


Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.