fimmtudagur, 13. september 2012

listakonan philippa stanton og borðið


Það var fyrst í sumar sem ég rakst á verk listakonunnar Philippa Stanton á netinu og ég setti mig strax í samband við hana til þess að fá að deila nokkrum myndum á blogginu. Hún tók vel í það. Það eru einkum myndir hennar af 'Borðinu' sem heilla mig, en það verkefni kallar hún einfaldlega 'The Table' á ensku.

Philippa gengur undir nafninu 5ftinf, en hún segir það vera hennar annað sjálf. Bloggið hennar ber það nafn og líka búðin hennar á Etsy þar sem má kaupa myndirnar hennar.


Ég valdi nokkrar af mínum uppáhaldsmyndum af 'Borðinu' fyrir þessa færslu og verð að segja að það var ekki beint auðvelt að velja. Það sem Philippa gerir er að hún raðar gömlum munum á borðið sitt, bara hversdagslegum hlutum, og hún notar einnig blóm úr garðinum og tebolla. Hún leikur sér með uppsetningar og myndar þær. Það er eitthvað við þessar myndir sem heillar mig, einhver minning um gamla tíma og mér finnst vera auðmýkt í þessum ljósmyndum. Ég kann vel við þann eiginleika.

Notarðu Instagram? Ég nota það ekki sjálf en Philippa er ansi vinsæl þar og það eru um 136.000 manns að fylgjast með 'Borðinu' hennar.


Síðasta myndin í þessari færslu er eilítið frábrugðin. Hún notaði þessa á blogginu sínu til þess að minna á Etsy-síðuna sína, þannig að þetta er mynd af mynd. Mér finnst uppsetningin virkilega falleg.


myndir:
Philippa Stanton 01 / 02 / 03 / 04 (birt með leyfi)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.